Uppskrift vikunnar

Eigum við ekki að vona að sumarið sé að koma. Allavega ætla ég að gefa ykkur uppskrift af heimagerðum ís. Uppskriftin kemur frá ömmu og að sjálfsögðu er þetta besti ís í heimi að mínu mati.

Innihald

4 egg
70 gr sykur
4 dl rjómi
2 tsk vanilludropar

Aðferð

Byrjið á að stífþeyta eggin og sykurinn. Það verður aldrei jafn stíft og þegar maður þeytir bara eggjahvíturnar en þetta verður að ljósgulri froðu og lyftist töluvert í skálinni.

Svo þeytir maður rjómann og vanilludropa í annarri skál. Að því loknu, blandið þá blöndunum saman með sleikju. Þetta þarf að gera mjög varlega í hægum hreyfingum. Þú getur svo sett hvað sem þú vilt út í ísinn.

Halla Lúthersdóttir