Ísafjörður: samtök atvinnulífsins með fund á morgun

Samtök atvinnulífsins bjóða í rjúkandi heita súpu á Hótel Ísafirði á morgun, miðvikudaginn 2. júní, kl. 12:00 til 13.30.

Efni fundarins verður uppbygging íslensks atvinnulífs í kjölfar kórónukreppunnar. Samtal um atvinnulífið, tækifæri og veginn framundan. Fulltrúar SA hlakka til að hitta stjórnendur og starfsfólk öflugra fyrirtækja á landsbyggðinni.

Nauðsynlegt er að skrá mætingu hér að neðan, en félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og þiggja hádegisverð og eiga spjall um framtíðina.

https://sa.is/frettatengt/vidburdir/hringferd-sa-2021-isafjordur-a-hotel-isafirdi