Patreksdagurinn 2020 á Patreksfirði

Það verður haldið upp á Patreksdaginn á Patreksfirði 12 – 17 mars með fjölbreyttri dagskrá:

Fimmtudaginn 12.mars – Patreksfjörður þá og nú í bókasafninu, kvöldopnun frá 19.30-21.30
Á bókasafninu verður hægt að lesa og skoða ýmsar heimildir, tímarit, bækur og fl. sem tengist Patreksfirði með einum eða öðrum hætti.

Föstudagurinn 13.mars – Pub quiz á Vestur restaurant – kl. 21.00
Pub quiz fyrir spurningaglaða Patreksfirðinga og vini þeirra. Allir velkomnir. 18 ára aldurstakmark.

Laugardagurinn 14.mars – Patreksfjörður þá og nú í Skjaldborgarbíói – dagskrá hefst kl. 20.00
Kynning frá nemendum í miðstigi Patreksskóla – Heimabyggðin mín.
Erindi um frönsku sjómennina – María Óskarsdóttir.
Kynslóðir spjalla – Nokkrir vel valdir Patreksfirðingar setjast í sófann og spjalla um nýja og gamla tima.
Upplestur – Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri.
Tónlistaratriði – Gígja Skjaldardóttir úr Ylju yljar áhorfendum með ljúfum tónum.
Lionsmenn standa vaktina í sjoppunni góðu.

Sunnudagurinn 15.mars – Dansnámskeið fyrir krakka – kl. 15.00
Danskennarar úr Kramhúsinu í Reykjavík kynna hina ýmsu dansa. Hentar börnum á grunnskólaaldri – fullorðnir að sjálfsögðu velkomnir einnig.

Mánudagur – Þriðjudagur 16.-17.mars – Patreksfjörður þá og nú í bókasafninu – opið frá 14.00-18.00
Á bókasafninu verður hægt að lesa og skoða ýmsar heimildir, tímarit, bækur og fl. sem tengist Patreksfirði með einum eða öðrum hætti.