Ísafjörður uppfært : Skutulsfjarðarbraut lokuð eftir kl 22 í kvöld

Lögreglan á Vestfjörðum hefur tilkynnt að í ljósi snjóalaga og veðurspár megi búast við því að Skutulsfjarðarbraut, milli Stakkaness og Tunguár, verði lokuð fyrir umferð nú síðdegis eða kvöld, þar til á morgun. Þeir sem eiga erindi eru hvattir til þess að sinna erindum sínum sem fyrst í því ljósi.

Þá  segir lögreglan að Hnífsdalsvegur hafi nú verið opnaður fyrir umferð, en þó undir eftirliti björgunarsveitamanna. Ef brýn nauðsyn ber til þá eru vegfarendur hvattir til að erinda núna.

En gert er ráð fyrir .því að veginum verði lokað kl.18:00 og hann ekki opnaður á nýjan leik fyrr en á morgun þegar ofanflóðaeftirlit Veðurstofunnar hefur metið aðstæður.

Vegir á Vestfjörðum eru almennt lokaðir núna sbr. mynd af færðinni af vef Vegagerðarinnar.

 

Uppfært kl 21:15.

Skutulsfjarðarbraut verður lokuð eftir kl. 22:00 í kvöld og ath. með opnun á milli kl. 07:00 og 08:00 í fyrramálið. Vegurinn um Eyrarhlíð er lokaður og verður ath. með opnun kl.10:00 í fyrramálið. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar nú í kvöld. Opið er um Kleifaheiði og Hálfdán.