Miðvikudagur 14. maí 2025
Heim Blogg Síða 2113

Langtímaáætlun verði gerð um veiðistjórnun

Umhverfisstofnun hyggst á næstunni hefja vinnu við gerð langtímaáætlunar líkt og í Svíþjóð með það að markmiði að koma á aukinni sátt hjá þeim sem nota og njóta náttúru á Íslandi.  Stofnunin telur einnig mikilvægt að gerð sé áætlun fyrir hverja veiðitegund sem stuðlar að sjálfbærum veiðum.

Í nóvember hélt Umhverfisstofnun fjölmenna og vel heppnaða ráðstefnu þar sem fjallað var um veiðistjórnun í sátt við samfélag og náttúru. Kynnt var stefnumótunarvinna við veiðistjórnun í Svíþjóð. Í fyrirlestri frá sérfræðingum Svía kom fram að til að geta notið náttúruauðlinda þarf að umgangast þær af skynsemi. Markmiðið hér á landi er af sama toga, að við Íslendingar og komandi kynslóðir fáum jöfn tækifæri til sjálfbærrar nýtingar. Gott samstarf mill þeirra sem vakta náttúruna, þeirra sem stýra veiðiálagi og notenda er lykilatriði. Til að samstarfið gangi sem best þarf að ná einhverri sameiginlegri sýn með samtali þessara aðila.

Sérfræðingar frá AEWA fjölluðu um stjórnunaráætlanir gæsa í Evrópu, þar sem sérstaklega er horft til heiðagæsa. Farið var yfir ástæður þess að farið var í gerð slíkra áætlana og með hvaða hætti staðið var að þeim. Heiðagæsastofninn sem fer um Noreg og Danmörku telur um 90.000 fugla. Í samvinnu við Holland og Belgíu hefur verið ákveðið að reyna að ná stofninum niður í 60.000 fugla. Sá stofn heiðagæsa sem fer um Ísland er talinn vera um 500.000 fuglar.

smari@bb.is

Auglýsing

Hægt að endurvinna álbikarana

Um þrjár millj­ón­ir spritt­kerta eru brennd­ar hér á landi ár­lega, en ál­bik­ar utan um þrjú spritt­kerti dug­ar til fram­leiðslu á einni drykkj­ar­dós úr áli. Hleypt hef­ur verið af stokk­un­um sér­stöku end­ur­vinnslu­átaki á ál­inu í spritt­kert­um.

Átakið mun standa út janú­ar­mánuð og komið hef­ur verið fyr­ir sér­stök­um end­ur­vinnslutunn­um fyr­ir ál­bik­ar­ana á 90 end­ur­vinnslu- og mót­töku­stöðvum um land allt, meðal annars hjá flöskumóttöku Fjölsmiðjunnar á Ísafirði. Fólk er beðið um að koma með álbikarana í sér pokum í flöskumóttökuna.

Að átak­inu standa Sorpa, End­ur­vinnsl­an, Gámaþjón­ust­an, Íslenska gáma­fé­lagið, Fura, Málm­steyp­an Hella og Plastiðjan Bjarg ásamt Sa­máli og Sam­tök­um iðnaðar­ins. Álbik­ar­arn­ir sem safn­ast í átak­inu fara ekki úr landi, held­ur fara þeir í fram­leiðslu hér á landi hjá Málm­steyp­unni Hellu.

smari@bb.is

Auglýsing

Breytingar á stofnstærð hefur áhrif á kynskipti

Í nýlegri grein sem starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Guðrún G. Þórarinsdóttir og Jónas P. Jónasson, birtu í tímaritinu ICES Journal of Marine Science var fjallað um það hvort breytingar í stofnstærð hafi áhrif á það hvenær rækja skiptir um kyn. Þetta var skoðað í þremur rækjustofnum við Ísland; í Arnarfirði, í Húnaflóa og í Öxarfirði. Ástæðan fyrir því að þessir stofnar voru valdir var sú að fyrir norðan – í Húnaflóa og í Öxarfirði – voru rækjustofnarnir stórir fyrir síðustu aldamót, en þá minnkuðu þeir snögglega og hafa verið litlir alla tíð síðan. Hins vegar hefur stofnstærð rækju í Arnarfirði verið stöðugri í gegnum tíðina. Þessar snöggu breytingar í stofnstærð fyrir norðan höfðu það í för með sér að rækjan skiptir ári fyrr um kyn. Þar finnast nú færri árgangar karldýra og þar að auki hefur hámarksstærð hennar minnkað. Hins vegar skiptir rækja ekki fyrr um kyn í Arnarfirði. Því geta snöggar og miklar breytingar í stofnstærð leitt til þess að rækja skiptir fyrr um kyn. Þetta gæti meðal annars haft neikvæð áhrif á heildarfrjósemi rækjustofnsins, þar sem minni rækjur framleiða færri egg.

Rækja er tvíkynja. Hún byrjar lífsferilinn sem karldýr en nokkurra ára skiptir hún um kyn og er breytilegt á milli svæða á hvaða aldri hún skiptir um kyn. Ýmsar tilgátur eru uppi um hvað hefur áhrif á aldur við kynskipti, má þar nefna stærð hennar, þéttleikaháða þætti, svo sem stofnstærð, eða umhverfisþætti eins og hitastig.

smari@bb.is

Auglýsing

Alexander og Emilía vinsælustu nöfnin

Alexander var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja árið 2016 og þar á eftir Aron og Mikael. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Emma og Elísabet. Þór var langvinsælast sem annað eiginnafn drengja og þar á eftir Máni og Hrafn. María var algengasta annað eiginnafn nýfæddra stúlkna og þar á eftir Ósk og Rós.

Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar um mannanöfn og nafngjafir á Íslandi samkvæmt þjóðskrá 1. janúar 2017.

Algengara er að börn fæðist að sumri eða hausti en yfir vetrarmánuðina, frá október og fram í mars. Alls eru rúmlega helmingur (51,5%) allra afmælisdaga á tímabilinu frá apríl til september. Í upphafi árs 2017 áttu flestir afmæli þann 27. ágúst, alls 1.054 einstaklingar. Fæstir áttu afmæli á hlaupársdag (216), jóladag (689) og gamlársdag (741).

Guðrún og Jón eru enn algengustu einnöfnin

Í ársbyrjun 2017 voru 10 algengustu einnöfnin og fyrstu eiginnöfnin þau sömu og árið 2012. Jón var algengasta karlmannsnafnið, þá Sigurður og Guðmundur. Guðrún er algengasta kvenmannsnafnið, þá Anna og Kristín. Um 62% landsmanna bera fleiri en eitt nafn. Algengustu tvínefni karla voru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum áður. Algengustu tvínefni kvenna voru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín.

Færri en áður heita Guðrún, Kristín, Sigurður, Gunnar og Ólafur

Um 200 algengustu nöfnin á Íslandi eru eiginnöfn um 80% landsmanna. Sömu 20 nöfnin hafa verið algengust á Íslandi síðastliðin 100 ár (sjá mynd 1 og 2). Hinsvegar má sjá að færri börnum sem fæddust á síðustu tíu árum eru gefin nöfnin Guðrún, Kristín, Sigurður, Gunnar og Ólafur. Sum nöfn hafa notið mikilla vinsælda árum saman, eins og Kristján, Anna, Katrín og Elísabet. Þetta mynstur hefur hins vegar breyst nokkuð og eru nöfnin Emma, Sara, Emilía, Alexander, Aron, Viktor og Mikael vinsæl hjá yngri börnum en eru sjaldgæf í eldri aldurshópum.

smari@bb.is

Auglýsing

Mirgorod, í leit að vatnssopa

Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður mun í janúar 2018 frumsýna nýja heimildarmynd „Mirgorod, í leit að vatnssopa“ bíó Paradís en gert er ráð fyrir að boðið verði upp á sýningu í Ísafjarðarbíó. Einar Þór er búsettur á Hvilft í Önundarfirði og starfar meðfram kvikmyndagerð við Menntaskólann á Ísafirði. Hann útskrifaðist frá London Film School árið 1992 með leikstjórn sem aðalfag og fór síðan í meistaranám í City University í London þaðan sem hann útskrifaðist í listrænni stjórnun og stefnumörkun árið 2001. Meðal verka Einars er Norð Vestur, heimildarmynd um snjóðflóðið á Flateyri 1995þ

Að sögn Einars er myndin einstök að því leiti að íslensk-úkraínsk heimildarmynd er nú framleidd og sýnd í fyrsta sinn hér á landi, en myndin skyggnist einnig inn í daglegt líf í landi sem fær að mestu umfjöllun vegna stríðs og pólitískra átaka.

Myndin hefur verið í framleiðslu sl. tvö ár með hléum en hún hlaut undirbúningsstyrk frá Utanríkisráðuneytinu og fékk þróunarstyrk Kvikmyndamiðstöðvar Íslands fyrr á þessu ári.  Gert er ráð fyrir að boðið verði upp á sýningu á Ísafirði þar sem leikstjórinn er búsetur að mestu í vetur.

Hér má lesa umsögn leikstjóra og hér er eldri stikla úr myndinni.

Söguþráður:

Í Úkraínu, um 300 km frá átakasvæðunum í austri, er smáborgin Mirgorod, fæðingarstaður skáldsins Nikolaj Gogols. Kvikmyndagerðarmenn heimsækja borgina til að kynnast frægu vatni sem kennt er við hana og hvers vegna hún var einn helsti heilsubær fyrrum Sovétríkjanna. Á ferð þeirra hitta þeir heimamenn sem draga fram bæði staðreyndir sögunnar og andrúmsloft aldanna í stríði og friði. Á meðal viðmælenda eru flóttamenn frá átaksvæðunum í Donetsk, listamaður og borgarstjórinn sem rekur gæði vatnsins í borginni sinni og hvaða þýðingu það hefur til að láta hlutina ganga. Áhorfendur rekast líka á hóp fólks undirbúa útihátíð og reka nefið inn í leikhús.

bryndis@bb.is

Auglýsing

51 milljón úr Uppbyggingarsjóði

Hæsti einstaki styrkurinn rennur til Edinborgarhússins á Ísafirði.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2018. Samtals eru um 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum, en hluta þeirrar upphæðar hefur þegar verið ráðstafað í styrkjum sem eru ákveðnir til tveggja eða þriggja ára.

Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.

Alls bárust 99 gildar umsóknir og var ákveðið að veita 60 styrkvilyrði. Alls var úthlutað 50,8 milljónum króna. Framlögin skiptast í 56 verkefnastyrki og 4 stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Styrktarupphæðir eru á bilinu 100 þúsund til 4 milljóna, en meðalupphæð framlaga er um 847.000 kr.

Framlög þessarar úthlutunar skiptast þannig að kr. 10.500.000 kr. eru stofn- og rekstarstyrkir til menningarstofnana, 32.700.000 kr. er ráðstafað í 56 verkefnastyrki, þar af 15.000.000 kr. til 16 atvinnu- og nýsköpunarverkefna, en 25.300.000 kr. til 40 menningarverkefna.

Hér er listi yfir úthlutanir sjóðsins að þessu sinni:

4.000.000 kr.

Rekstur Edinborgarhússins, Edinborgarhúsið ehf. (til tveggja ára)

3.500.000 kr.

Galdrasýning á Ströndum, Strandagaldur ses.

1.500.000 kr.

Kómedíuleikhúsið, Kómedíuleikhúsið,áhugamannfélag

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf.

Verkefnisstyrkir:

2.500.000 kr.

Aldrei fór ég suður

2.000.000 kr.

Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan (LÚSINFER), Albert K. Dagbjartarson Imsland

Act alone leiklistarhátíð 2018 Act alone, félagasamtök

1.500.000 kr.

Menningarviðburðir í Edinborgarhúsinu, Menningarmiðstöðin Edinborg

Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda, Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg

1.300.000 kr.

Fullvinnsla á eldislaxi, Fiskvinnslan Íslandssaga hf

Náttúrubarnaskólinn – nýsköpun 2018, Sauðfjársetur á Ströndum ses.

Dropi – þróun nýrra afurða, True Westfjords ehf.

Menningardagskrá Hússins 2018, Sköpunarhúsið 72 ehf.

Hafrún, Fiskvinnsla Flateyrar ehf

1.200.000 kr.

Sea minerals cosmetics-rannsókn og þróun, Valdimar Smári Gunnarsson

1.000.000 kr.

Hrafnseyri frá landnámi til fullveldis, Náttúrustofa Vestfjarða

Nýting á krækling af fiskeldiskvíum, Magnús Þór Bjarnason

Dokkan brugghús (handverksbrugghús), Dokkan brugghús ehf.

TVCA: Thingeyri Value Creation Autonomy, Simbahöllin ehf.

Stapar Ljóðlistaverk, Mynda og sögusafnið,félag áhugafólks um menningu og sögu

800.000 kr.

Startup Westfjords: Nýsköpunarhraðall, Samfélagsmiðstöðin á Þingeyri ses.

Heimildamynd um Samúel í Selárdal, Félag um listasafn Samúels

750.000 kr.

Margmiðlunarborð uppfært, Valdimar Smári Gunnarsson

600.000 kr.

Ísafjarðarappið, Haukur Sigurðsson

Víkingaviðburðir og námskeið Gíslastöðum, Marsibil G Kristjánsdóttir

Framleiðsla á rækjumjöli til manneldis, Kampi ehf.

Blús milli fjalls og fjöru, Blús milli fjalls og fjöru, félagasamtök

Ég var aldrei barn, seinni hluti, Byggðasafn Vestfjarða

ArtsIceland og Gallerí Úthverfa, Kol og salt ehf.

Gamanmyndahátíð Flateyrar 2018, Eyþór Jóvinsson

400.000 kr.

Strandir 1918, Sauðfjársetur á Ströndum ses.

Tungumálatöfrar, Menningarmiðstöðin Edinborg

Strandir í verki: Story of Strandir, Esther Ösp Valdimarsdóttir

Einars leikur Guðfinnssonar, Kómedíuleikhúsið, áhugamannfélag

Sjónarhorn: Menningaarfur í myndum, Jón Jónsson

Harðfiskur – úr firði á filmu, Breiðadalsfélagið ehf.

Tálknaféð / Feral Attraction, Minjasafn Egils Ólafssonar

Sögusýning Súðavíkur, Elín B. Guðbjargard Gylfadóttir

Krummaskuð, Linda Dröfn Gunnarsdóttir

Tónverk fyrir Hrafnseyri á aldarafmælinu, Hrafnseyrarnefnd

Náttúrugripasafnið á nýjum tug, Náttúrugripasafn Bolungarvíkur

Hljóðfærasafn Jóns á Þingeyri, Jón Sigurðsson

Gæða og innviðaþróun í Ósvör, Sjóminjasafnið Ósvör

Sýningaruppsetning á þangi og þara, Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf.

Ronja ræningjadóttir, Íþróttafélagið Höfrungur

Gilsfjörður Arts, Bergsveinn G Reynisson

Tónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar, Tónlistarfélag Ísafjarðar

Námskeiðaröð í Hveravík á Ströndum, Rúna ehf

Málþing um fornmenningu Stranda, Bergsveinn Birgisson

Staðir, Eva Ísleifsdóttir

Leikrit í fullri lengd, Ingibjörg Emilsdóttir

SVS strandveiðistangir, Tækniþjónusta bifreiða ehf.

Tímataka, Birgir Þór Halldórsson

„The Weird Girls Project“ fer vestur, Cathy Louise Lapka

Viðburðir norðan Djúps, Sögumiðlun ehf.

25 ára afmæli LRÓ, Listaskóli Rögnvaldar Ólafsssonar

Vestfirðir milli vita, Finnbogi Hermannsson

Babelsturninn, Gunnar Smári Jóhannesson

250.000 kr.

The Factory, Emilie Moerkeberg Dalum

100.000 kr.

Listasmiðja í Birkimel, Nanna Sjöfn Pétursdóttir

 

smari@bb.is

Auglýsing

Fjárhagsáætlun afgreidd með góðum rekstarafgangi

Sveitarstjórn Súðavíkurhrepps hefur samþykkt fjárhagsáætlun næsta árs að lokinni síðari umræðu í sveitarstjórn. Gert er ráð fyrir að heildartekjur A og B hluta verði 310 milljónir kr. Heildarútgjöld verði 254 milljónir kr. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði verður 43 milljónir kr. og eftir fjármagnsliði verður 39 milljóna kr. rekstrarafgangur. Skuldahlutfall samstæðu Súðavíkuhrepps verður 29% og áætlað að framkvæma fyrir 12 milljónir kr. á næsta ári.

Gjaldskrá sveitarfélagsins hækkar um 2,7% í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofunnar.

Útsvar verður hækkað úr 14,48% í lögbundið hámarksútsvar sem er 14,52%. Í tilkynningu Súðavíkurhrepps segir að þegar sveitarfélögin tóku við málefnum fatlaðra frá ríkinu var hámarksútsvar hækkað úr 14,48% í 14,52% til að fjármagna aukin útgjöld sveitarfélaga vegna málaflokksins. Þessi hækkun hefur hins vegar ekki verið framkvæmd Súðavíkurhreppi, og útsvarið haldist óbreytt í 14,48%.

„Nú eru breytingar framundan hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem kynntar voru á síðustu fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, þar sem sveitarfélög sem ekki eru með hámarks útsvar munu verða fyrir skerðingu á framlögum sjóðsins næstkomandi árum. Með hliðsjón af hlutfalli Jöfnunarsjóðs af heildartekjum sveitarfélagsins taldi sveitarstjórn það vera nauðsynlegt á þessum tímapunkti, með hliðsjón af ofangreindu, að hækka útsvar í Súðavíkurhreppi í 14,52%“ segir í tilkynningunni.

smari@bb.is

Auglýsing

Alvarleg staða sem krefst aukinna rannsókna

Árlegur fundur um niðurstöður stofnmælinga, ráðgjöf og rannsóknir á rækju í Ísafjarðardjúpi með hagsmunaðilum og fulltrúum Hafrannsóknastofnunar var haldinn á Ísafirði í síðustu viku. Á fundinum kynntu fulltrúar Hafrannsóknastofnunar niðurstöður nýafstaðinnar stofnmælingar á rækju í Djúpinu. Byggt á þeim niðurstöðum ráðlagði stofnunin að engar veiðar yrðu heimilaðar á þessu fiskveiðiári.

Á vef Hafrannsóknastofnunar kemur fram að á fundinum lýstu rækjusjómen yfir áhyggjum sínum af ástandinu og sinni sýn á stöðu og útbreiðslu rækjunnar í Djúpinu. Útbreiðsla rækju hefur dregist saman á undanförnum árum, á sama tíma og magn fisks hefur aukist mikið sem og hitastig sjávar hækkað. Hagsmunaaðilar töldu brýna nauðsyn á að rannsaka betur áhrif afráns og umhverfisþátta á vöxt og viðgang rækju.

Hafrannsóknastofnun kynnti einnig niðurstöður mælinga á þvernetspoka við rækjuveiðar. Niðurstöður mælinganna benda til að þvernetspokinn skilji betur út smárækju og ungviði en leggpokinn sem notaður hefur verið við rækjuveiðar hingað til. Jafnframt voru ræddar ýmsar tæknilegar lausnir á því hvernig best væri að skilja út undirmálsfisk sem veiðist sem meðafli með rækjunni.

smari@bb.is

Auglýsing

Þarf að halda jól fyrir sunnan vegna tvíburafæðingar

Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir. Mynd: Vísir / Anton Brink

„Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer suður á meðgöngunni og kostnaðurinn við það er orðinn nokkuð mikill. Ég er komin 35 vikur á leið og er sett í fyrstu viku nýs árs. Því mun ég halda jól og áramót hér fyrir sunnan fjarri heimabyggð,“ segir Sigþrúður Margrét Gunnsteinsdóttir, verðandi móðir tvíbura á Ísafirði. Rætt er við hana í Fréttablaðinu í dag. Hún þarf að verja jólum og áramótum í höfuðborginni af þeirri einu ástæðu að hún gengur með tvíbura sem er von á í byrjun janúar. Ekki er hægt að fæða tvíbura á Ísafirði og í rauninni er engin fæðing leyfileg á Vestfjörðum sem kalla mætti áhættufæðingu.

Kostnaður við sífelldar suðurferðir hleypur á hundruðum þúsundum króna þegar tekið er tillit til tekjumissis og aðstöðumunur foreldra mikill eftir því hvar á landinu þeir búa. Sjúkratryggingar greiða ekki fyrir ferðir maka og gisting er að litlu leyti niðurgreidd.

smari@bb.is

Auglýsing

Vantar sjö milljarða í samgönguáætlun

Það er ávallt gleðiefni þegar vegir eru lagfærðir.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlunina sem samþykkt var í fyrra ekki hafa verið í neinu samræmi við fjármálaáætlun sem var samþykkt nokkrum mánuðum síðar. Í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun boðaði Sigurður Ingi frekari fjárframlög í samgöngur í þeirri fjármálaáætlun sem nú er í vinnslu.

Þegar fjárlagafrumvarpið birtist í síðustu viku var kynnt 1.500 milljóna króna viðbót til nýframkvæmda í vegagerð, frá fyrra frumvarpi. Það var hins vegar sleppt að nefna að gert væri ráð fyrir stórfelldum niðurskurði frá gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016.

Sigurður Ingi viðurkennir að þar með hljómi samgönguáætlunin frá í fyrra eins og marklaust óskaplagg þingsins. Hann bendir á að nú hafi munurinn á samgönguáætlun og fjárheimildum þó minnkað úr 13 milljörðum í rúma 7 milljarða.

smari@bb.is

Auglýsing

Nýjustu fréttir