Ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

Innviðaráðherra, hefur staðfest reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.

Reglugerðin fjallar um þau lágmarksatriði sem þurfa að koma fram í reglum sveitarfélaga um framkvæmd íbúakosninga. 

Í fyrra samþykkti Alþingi lög (nr. 83/2022) um breytingu á ákvæðum sveitarstjórnarlaga frá 2011 um íbúakosningar sveitarfélaga. Þær eru af þrennum toga: 

  1. Kosningar í nefnd sem fer með málefni fyrir hluta sveitarfélags og kosin er á grundvelli 138. gr. sveitarstjórnarlaga. 
  2. Íbúakosning um einstök málefni sveitarfélags, sbr. 107. gr. sveitarstjórnarlaga. Slíkar kosningar fara fram að frumkvæði sveitarstjórnar en geta einnig farið fram ef tiltekin fjöldi íbúa sveitarfélags krefst þess, sbr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga. 
  3. Sameiningarkosningar sveitarfélaga, sbr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. 

Með lögum nr. 83/2022 voru gerðar þær breytingar á sveitarstjórnarlögum að íbúakosningar sveitarfélaga skulu fara fram á grundvelli reglna sem sveitarfélög setja sér um slíkar kosningar.  

Í nýju reglugerðinni er gert ráð fyrir framkvæmd íbúakosninga verði talsvert umfangsminni en framkvæmd kosninga skv. kosningalögum.

Meðal annars er gert ráð fyrir að kosning fari ekki lengur fram á tilteknum kjördegi heldur á tilteknu tímabili sem má minnst vera tvær vikur og mest fjórar vikur. Kjörstjórn ákveður kjörstaði og skal a.m.k. einn kjörstaður vera með reglulegum opnunartíma á meðan á kosningu stendur, t.d. skrifstofa sveitarfélagsins. Þá er ekki gert ráð fyrir að fram fari utankjörfundaratkvæðagreiðsla, heldur munu tilteknir kjósendur geti greitt atkvæði sitt með pósti og er framkvæmd póstkosningu nánar lýst í reglugerðinni.

DEILA