Laugardagur 10. maí 2025
Heim Blogg

Vísur úr Djúpi og víðar að

Guðbrandur Baldursson.

Guðbrandur Baldursson frá Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi hefur tekið saman nokkrar vísur. Vonast hann til þess að slíkt megi verða til auðgunar íslensks máls og meðferðar í rituðu máli og einkum gamans aflestrar þeirra er leggja slíkt sér til.

Tilurð og ástæður/vísna eru mismunandi eins og efni gefa til og oft er gott að rifja upp ástæður/aðstæður við birtingu, að mínu viti gefur það meiri sjarma og lyftingu svona eins og skrautborði í blómasal minninga og mannlegrar sögu.

Gefum Guðbrandi orðið:

Skulum byrja á nokkrum nýjum úr samtímanum.

Birtingarleyfi fá þessar :

Úr fréttum nýliðins tíma.

Þjófabálkar þenja sig

þjóna æðri hernum.

Megi tæknin máta þig

úr myndavélafernum.

Páfinn gaf og gefur enn

gleði haf og sorgir

Slegnum af þá slær á menn

stærstu grafir hýsa borgir.

Hraðíslensku (íslenskukennslu með mannamótum og gagnkvæmri tjáningu) hefur verið beitt í stríði gegn yfirtöku og yfirþyrmingu erlendra tungumála í Ísfirsku samfélagi.

Á Ísafirði manna mál

mætti útlenskunni

brátt var bæði Óla og Njál

beitt í málfærslunni.

Að vori 1996 er messa var á páskadag í Ögurkirkju og mannmargt var. Séra Baldur sóknarprestur Djúpmanna var við predikun er reykjarmökkur sást allnokkur stíga út djúp og hátt í loft upp, urðu menn skelfdir við sjón þessa og tóku til fóta og fararskjóta innfyrir leiti til að sjá betur hvurju sætti. Sáu þeir hvar reykjarmökkur þessi kom úr Borgarey en þar var enginn búskapur og því engin töðuhlaða. Lá þá beint við að ætla presti fyrirætlan um að leggja út frá logum vítis í ræðu sinni. Ég lýsti gjörðum þessum á hendur mér í fjölmiðlum nokkru seinna.

Borgareyjar ragnarök

ráku fólk úr messu

Eldklerkurinn enga sök

átti á báli þessu.

Eyna sveið hann sonurinn

sótugur í framan

ægihratt fór eldurinn

ósköp var það gaman.

Auglýsing

Hnjótur í Örlygshöfn: sýningin Eldblóm opnuð í dag

Sýningin Eldblóm verður opnuð í dag kl 17 á Minjasafninu að Hnjóti í Örlygshöfn. Sýningin var fyrst sett upp á Hönnunarmars í fyrra á Hönnunarsafni Íslands.

Safnasjóður og Uppbyggingarsjóður Vestfjarða styrkja uppsetningu sýningarinnar.

Það verða börn frá sunnanverðum Vestfjörðum sem opna sýninguna með verki sem þau hafa unnið.

Auglýsing

Oddfellowstúkurnar Ísafirði: gáfu 20 m.kr. til kaupa á tækjum og búnaði

Fjölmargir voru viðstaddir afhöfnina í Oddfellow húsinu í gær. Hér sést hluti viðstaddra.

Í gær var haldin fjölmenn athöfn í húsakynnum Oddfellow stúkanna tveggja á Ísafirði þar sem afhentir voru styrkir og gjafir að fjárhæð 20 m.kr. úr styrktar og líknarsjóði Oddfellow til kaupa á tækjum og búnaði á starfssvæðinu.  Karlastúkan heitir Gestur og kvennastúkan Þórey. Alls eru um 150 manns félagar í stúkunum og þó mun fleiri í kvennastúkunni. Stjórnir beggja stúkna voru strax sammála um það að styrkurinn mundi dreifast á sem flesta staði og fóru þeir um alla Vestfirði. Það voru yfirmeistarar hvorrar stúku sem sáu um afhendinguna, Ingólfur Þorleifsson og Helga Birna Jónsdóttir.

Meðal styrkveitinga voru vegalegar gjafir til hjúkrunarheimila og heilsugæslu, Vesturafls, slökkviliðs, skóla, líkamsræktar, Rauða krossins og björgunarsveita.

Listi yfir styrkina:

Heilsugæslustöðin á Ísafirði tvö  Afinion 2 CRP mælitæki kr. 1.670.000

Fimm loftdýnur til að auðvelda hjúkrunarfólki að snúa rúmliggjandi sjúklingum – Hjúkrunarheimilið Eyri þrjár loftdýnur – Hjúkrunarheimilið Berg ein loftdýna og Hjúkrunarheimilið Patreksfirði ein loftdýna – kr. 2.010.000

Hlíf íbúðir eldriborgara – Snjóblásari til að auðvelda aðgengi að húsinu fyrir íbúa og þá sem sækja þangað félagsstarf kr. 300.000

Dvalarh. aldraðra Þingeyri – Tvo  Lazyboy stóla  kr. 480.000

Vesturafl – 75“ sjónvarp og festing til að hengja það upp og hjartastuðtæki – kr. 243.800 +355.000 =kr. 598.800

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar – 8 x CPC eiturefnagalla og 15 x PAB fire hjálma með ljósi  kr. 2.100.000

Menntaskólinn Ísafirði –  Tvo gagnvirka snertiskjái  fyrir Starfsbraut og Lista og nýsköpunarbraut kr. 1.300.000

Tónlistarskólinn Ísafirði – 6 x biðbekkir á gang fyrir nemendur  kr. 432.000

Félagsmiðstöð Grunnskólans á Ísafirði – Hjartastuðtæki kr.355.000

Grunnskólinn á Ísafirði Bassabox -hátalarar mixer og  hljóðkerfi +hjartastuðtæki Kr 1.190.000

Grunnsk. Suðureyri – hjartastuðtæki kr. 355.000

Golfskálinn á Ísafirði hjartastuðtæki kr. 355.000

Grunnskólinn á Þingeyri, hjartastuðtæki kr. 355.000

Grunnskólinn á Flateyri,hjartastuðtæki kr. 355.000

Stöðin Heilsurækt, hjartastuðtæki kr. 355.000

Vestri körfubolti v/verkefnisins allir með  – Veo cam til upptöku kr. 350.000

R.K.I. Vestfjörðum 2 x Tetra talstöðvar og 2 x hljóðnemar í þær  kr. 302.000

Haft var samband við allar björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum og þær spurðar um hvað væri mest þörf fyrir hjá þeim.

17 björgunar/flotgallar voru keyptir upp á kr. 4.500.000  og dreifðust þeir niður á  eftirtaldar björgunarsveitir

-Björgunarsv. Tálkni Tálknafirði

-Björgunafélag Ísafjarðar –  2 galla

-Björgunarsv. Björg Suðureyri –

-Björgunarsv. Hjálp/Ernir Bolungarvík –

-Björgunarsv. Kofri Súðavík –

-Björgunarsv. Tindar – 2 galla

-Björgunarsv. Björg Dranganesi –

-Björgunarsv. Dagrenning Hólmavík –

-Björgunarsv. Blakkur Patreksfirði

-Björgunarsv. Strandasól Árness.

-Björgunarsv. Bræðrabandið Rauðasandi  

-Björgunarbátasjóður Ísafirði 2 galla

-Björgunarbátasjóður Barðastrandarsýslu 2 galla

Svo fengu eftirtaldar björgunarsveitir aðra hluti sem þá vantaði.

-Björgunarsv. Kópur Bíldudal –  12 fjallaöryggishjálmar og 12 keðjubroddar fyrir leit á fjöllum kr. 249.000

-Björgunarsv. Dýri Þingeyri – öryggishjálmar + headsett kr. 150.000

-Björgunarsv. Sæbjörg Flateyri – VHF talstöð eða hjálma 2 kr. 200.000

-Björgunarsveitin Heimamenn Reykhólum – SXS GPS leiðsögutæki með korti = Kr. 249.000

-Björgunarsveitin Lómafell Brjánslæk– 2 Tetra stöðvar og tengingar í þær kr. 280.000

Ingólfur og Helga afhenta fulltrúum Menntaskólans á Ísafirði styrki. Það voru Heiðrún Tryggvadóttir og Martha Kristín Pálmadóttir sem veittu þeim viðtöku.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Auglýsing

Ísafjörður: Stígamót á staðinn

Ráðgjafi frá Stígamótum mun mæta á staðinn einu sinni í mánuði og taka viðtöl fram á haust. Bæði þolendur og aðstandendur eru hjartanlega velkomin. Viðtölin eru þeim að kostnaðarlausu. Vinsamlegast hafið samband í netfangið gudrung@stigamot.is eða í síma 562-6868.

Auglýsing

Hvest: vantar fólk í 79 stöðugildi

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.

Fram kemur í greiningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða að það er verulegur skortur á eftirfarandi heilbrigðisstéttum á svæðinu. Samtals eru talin upp 79 stöðugildi. Þar af eru 44 stöður hjúkrunarfræðinga og 8 stöður lækna:
 Heimilislæknar: 5 stöðugildi
 Lyflæknar: 2 stöðugildi
 Skurðlæknir: 1 stöðugildi
 Geislafræðingar: 3 stöðugildi (70% starfshlutfall)
 Lífefnafræðingar: 3 stöðugildi
 Ljósmæður: 3 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar -skurðhjúkrun: 4 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – svæfing: 2 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – heimahjúkrun, heilsugæsla, sjúkradeildir: 14 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – heilsugæsla/heimahjúkrun/stoðdeildir: 20 stöðugildi
 Hjúkrunarfræðingar – hjúkrunarheimili: 4 stöðugildi

 Sjúkraliðar – hjúkrunarheimili : 12 stöðugildi

Sálfræðingar: 3 stöðugildi
 Sjúkraþjálfarar: 3 stöðugildi

ívilnun á endurgreiðslu námslána

Þetta kemur fram í erindi sveitarfélaganna þriggja við Ísafjarðardjúp til Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins, sem dagsett er 28. apríl 2025.

Sveitarfélögin fara fram á að ráðuneytið beiti heimild sinni til að veita sérstakar tímabundnar ívilnanir í formi endurgreiðslu námslána vegna sérgreina heilbrigðisstarfsfólks, með það að markmiði að bæta mönnun og tryggja heilbrigðisþjónustu á norðanverðum Vestfjörðum.

Heimild er til þess í 28. gr. laga nr. 60/2020, um Menntasjóð námsmanna að veita þess háttar ívilnun við aðstæður sem sveitarfélögin telja að eigi nú við.


Auglýsing

Ísafjarðarbær: gjaldskrá í leikskóla hækkar

Leikskólinn Sólborg.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að fyrir næsta skólaár, 2025-26, hækki tímagjald leikskóla og máltíðir um 4% en leggur jafnframt áherslu á að rukkað er fyrir 204 skóladaga. Áfram verður greitt sérstaklega fyrir skráningardaga.

Nefndin leggur einnig til að gjaldskrá fyrir skólamat verði breytt á þann veg að þar standi „Í öllum grunnskólum Ísafjarðarbæjar er boðið upp á hressingu á morgnanna og hádegismat, án endurgjalds.“

Framangreindum tillögum verður vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Auglýsing

Knattspyrna: Vestri fær Aftureldingu í heimsókn á morgun – laugardag

Næsti leikur í Bestur deildinni á Ísafirði verður á morgun, laugardag kl 14 á Kerecis vellinum á Torfnesi. Þá koma nýliðar Aftureldingu í heimsókn vestur.

Nýliðarnir unnu Stjörnuna örugglega í síðasta leik og hafa staðið sig betur en spáð var fyrir þeim. Mosfellingarnir eru um miðja deild með 7 stig eftir fimm umferðir.

Hins vegar er Vestri í enn betri stöðu með 10 stig eftir umferðirnar fimm. Liðið er í 2. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Víkingur og Breiðablik. Ekkert lið hefur fengið fleiri stig en Vestri!

Vestfirðingar eru hvattir til þess að fjölmenna á völlinn á morgun og hvetja Vestra til sigurs.

Auglýsing

Nornin í þér

Nornin innra með þér hefur verið að kalla á þig segir í kynningu á nýrri bók sem Þórunn Kristín Snorradóttir hefur skrifað.
Bókin hjálpar þér að finna þig í heimi galdra og töfra og hleypa norninni í þér út. Hún kennir þér að nota galdra við daglegar athafnir og finna þinn innri styrk. Það er ekki slæmt að vera norn heldur þvert á móti. Nornir eru heilarar, ljósmæður, grasalæknar, listmálarar, stjórnmálamenn og bændur – eða hvað sem er.
Þessi bók er fyrir öll sem vilja skilja skilja eftir sig fallegt ljós í heiminum, leita inn á við og fá innsýn í þekkingu sem okkur hefur verið gefin í gegnum aldirnar.
Þú ert ljósberi, leyfðu ljósinu þínu að skína! segir í kynningu á bókinn

Þórunn Kristín Snorradóttir er rammíslensk norn og hafa galdrar leitt hana í ferðalag sem á líklegast aldrei eftir að taka enda. Hér deilir hún með lesendum lærdóminum í fyrstu íslensku nornabókinni þar sem hún hvetur lesendur til þess að finna nornina í sér.

Í bókinni er að finna fróðleik, galdra og seiði, rúnir og kristalla og ótalmargt fleira

Auglýsing

Landsmönnum fjölgaði um 550 á fyrsta ársfjórðungi

Samtals bjuggu 389.990 manns á Íslandi í lok fyrsta ársfjórðungs 2025. Þar af 199.880 karlar, 189.910 konur og kynsegin/annað voru 200. Landsmönnum fjölgaði um 550 á ársfjórðungnum.

Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 249.560 manns en 140.430 á landsbyggðinni. Erlendir ríkisborgarar voru 67.890 eða 17,4% af heildarmannfjöldanum.

Á fyrsta ársfjórðungi 2025 fæddust 1.050 börn en 710 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 190 einstaklingar til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 250 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 450 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu.

Auglýsing

Breytinga á Aðalskipulagi Reykhólahrepps

Sveitarstjórn Reykhólahrepps er með til kynningar skipulagsbreytingar í Króksfjarðarnesi og í Geiradal í landi Ingunnarstaða.

Hlynur Torfi Torfason skipulagsfræðingur VSÓ ráðgjafar og skipulagsfulltrúi Reykhólahrepps kynnti vinnslutillögu aðalskipulagsbreytinganna fyrir fundargestum á fundi í handverkshúsinu í Króksfjarðarnesi og fór yfir ferli skipulagsbreytinganna.

Helstu atriði skipulagsbreytinganna er að skipuleggja nýtt athafnasvæði fyrir atvinnurekstur í Geiradal og nýja íbúðarbyggð og þjónustusvæði í Króksfjarðarnesi fyrir hótelrekstur, verslunarsvæði og samgöngu- og þjónustumiðstöð auk tjaldsvæðis.

Breytingin felur einnig í sér skipulag svæðis undir samfélagsþjónustu og aðstöðu heilsugæslu og viðbragsaðila og nýja staðsetningu smábáta og ferjusvæðis vestar á nesinu. Öðrum atriðum núgildandi skipulags á svæðinu er haldið að mestu óbreyttum og breyta í engu skipulagi þeirrar starfsemi sem nú er á Króksfjarðarnesi.

Íbúar Reykhólahrepps og nærsveita eru hvattir til að kynna sér vinnslutillöguna og er öllum frjálst að koma með athugasemdir en athugasemdafrestur rennur út 14. maí næstkomandi.

Auglýsing

Nýjustu fréttir