Spánarflakk

Í þessari bók sem nýlkega kom út er flakkað um Spán í tíma og rúmi og farið á helstu áfangastaði og Íslendingaslóðir. Höfundurinn Ólafur Halldórsson hefur mikið ferðast þar um.

Frásögnin er persónuleg upplifun ferðalangs sem hefur heimsótt marga staði þessa mikilfenglega lands og heillast af sögu þess og íbúum.
Leiðin liggur frá sólbökuðum ströndum meginlands og eyja til harðbýlla svæða við rætur Pýreneafjalla og hásléttu Kastilíu.

Í leiðinni eru kynntar þjóðir sem eitt sinn byggðu þetta land, og einnig er minnst á ýmsar sögufrægar persónur Spánar

DEILA