Síðasta Vísindaport vetrarins

Í síðasta vísindaporti vetrarins munu nemendur Háskólaseturs Vestfjarða segja frá verkefni sem þeir unnu á námskeiði undir handleiðslu Dr. Pat Maher, sem nefnist “Sjávarbyggðir á tímum afþreyinga og ferðalaga”.

Nemendurnir fengu það verkefni að finna söguefni tengt námsefninu og í kjölfarið að finna leið til að segja þessar sögur. Erindin fara fram á ensku.

Dr. Pat Maher hefur kennt þetta námskeið undanfarin ár en hann er jafnframt kennari við Nipissing Háskólann í Kanada. Undanfarin 25 ár hefur hann stundað rannsóknir á ferðaþjónustu um allan heim og kennt námsleiðir því tengdu.

Nemendurnir sem kynna verkefnin sín eru fyrsta árs nemar sem stunda nám bæði í haf og strandveiðistjórnun og sjávarbyggðafræðum. Bakgrunnur þeirra er mjög fjölbreyttur og koma þau frá Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Spáni og Danmörku.

Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10.

DEILA