Miklar framkvæmdir á skólalóð Patreksskóla

Samið hefur verið við verktaka um stærstan hluta fyrsta áfanga framkvæmda á skólalóð Patreksskóla.

Fyrsti áfangi saman stendur af framkvæmdum á afmörkuðu svæði lóðarinnar næst íþróttahúsinu og á svæðinu milli efri og neðri skóla. Hönnunin var unnin af Landmótun út frá hugmyndum nemenda Patreksskóla frá því í vor.

Á neðra svæðinu verða sett upp fimm leiktæki. Snúningsklifurtæki, snúningsróla, lítið trampolín og rörarennibraut. Einnig verður sett upp hreiðurróla sem keypt var með stuðningi Krúttmaganefndarinnar.

Á efra svæðinu verður bætt aðgengi að skólanum með rampi meðfram útvegg sem liggur við sal skólans. Eitt leiktæki verður sett upp á torgið við aðalinngang skólans, girðingar fyrir fótboltavöll, málaðar vallalínur og setpallar settir upp við enda fótboltavallar.

Í allri hönnuninni er unnið að því að bæta lit og fegurð skólalóðarinnar en fyrst og fremst að auka gæði skólalóðarinnar fyrir nemendur.

DEILA