2. deild kvenna: Fyrsta stigið í hús

Vestrastúlkur kræktu í fyrsta stigið í 2. deild kvenna í sumar þegar þær gerðu 1-1 jafntefli við Smára í dag á Torfnesi.

Olivia Rose McKnight kom Vestra á blað með marki á 45 mínútu en Oliwia Bucko jafnaði fyrir gestina á 80 mínútu.

Eftir fjóra leiki er Vestri í 11. sæti í deildinni. Næst mæta þær Völsungi þann 9. júní á útivelli.

DEILA