Þrist­alí­kjör með laktósa­lausri mjólk­ frá Örnu

Á opn­un­ar­hátíð Reykja­vík Cocktails Week­end fór fram kynning á lí­kjör sem kem­ur úr her­búðum Hovd­enak Distillery ehf. og ber heitið Þrist­alí­kjör.

 Það er sælgætisgerðin Sam­bó sem fram­leiðir þjóðþekktu vör­una Þrist­ur og Mjólkurvinnslan Arna í Bol­ung­ar­vík með laktósa­lausu mjólk­ina sína sem leggja til hráefni í þennan nýja  Þrist­alí­kjör sem mun koma á markaðinn síðar á þessu ári.

Það er búið að rigna yfir okk­ur sím­töl, tölvu­póst­ur og skila­boð á Face­book og In­sta­gram miðlun­um eft­ir að við frum­sýnd­um vör­una í Hörp­unni á miðviku­dag­inn síðastliðinn á opn­un­ar­hátíð Reykja­vík Cocktail Week­end segir Há­kon Freyr Hovd­enak hjá fyrirtækinu Hovd­enak Distillery ehf.

DEILA