Saxhamar SH 50

Saxhamar SH 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Saxhamar SH 50 var smíðaður í Skipasmíðastöðinni Stálvík fyrir Útnes hf. á Rifi og afhentur árið 1969.

Báturinn var 110 brl að stærð en eftir lengingu um 2,5 metra árið 1972 mældist hann 128 brl. að stærð.

Saxhamar var yfirbyggður um 1980 og ný brú sett á hann árið 1987. Þá var skipt um aðalvél árið 1981.

Árið 2006 varð báturinn Saxhamar II SH 500 en útgerðin hafði þá keypt stærra skip sem fékk nafnið Saxhamar SH 50. 

Árið 2007 var báturinn seldur til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Valberg VE 10 og gerður út sem þjónustubátur.

Frá árinu 2013 hefur báturinn verið þjónustubátur við fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum og borið nöfnin Arnarfell HF, Arnarfell BA og frá 2017 Steinbjörg.

Af skipamyndir.com

DEILA