Öruggari Vestfirðir – svæðisbundið samráð gegn ofbeldi

Öruggari Vestfirðir er svæðisbundið samráð gegn ofbeldi, öðrum afbrotum og til að stuðla að bættri þjónustu fyrir jaðarsetta einstaklinga á Vestfjörðum.

Þann 9. apríl verður haldin vinnustofa á vegum Öruggari Vestfjarða í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði frá kl. 13:00 – 16:00.

Á vinnustofunni verða fjölmörg erindi um forvarnir og fræðslu vegna barna og ungmenna og hvernig megi þróa þverfaglega samvinnu vegna heimilisofbeldis, kynferðisbrota og einstaklinga í viðkvæmri stöðu á Vestfjörðum.

Erindum verður fylgt eftir með hópavinnu á borðum þar sem hver og einn kemur sínum sjónarmiðum á framfæri. Framkvæmdateymi um Öruggari Vestfirði vinnur svo áfram úr þeim tillögum sem fram koma og móta áhersluverkefni til að vinna að áfram.

Vinnustofan er opin öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Til að áætla fjölda vegna veitinga eru þátttakendur beðnir um að skrá sig. (Sjá facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum)

DEILA