Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar

Í síðustu viku fór lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar fram í Félagsheimilinu á Þingeyri.

Þrettán nemendur af norðanverðum Vestfjörðum spreyttu sig í lestrinum og stóðu sig allir með stakri prýði.

Dómurum var svo sannarlega vandi á höndum að velja nemendur í efstu þrjú sætin.

Niðurstaðan varð sú að í fyrsta sæti varð Símon Richard Eraclides, í öðru sæti varð Emelía Rós Stígsdóttir og í þriðja sæti Vanda Rós Stefánsdóttir. Öll eru þau nemendur Grunnskólans á Ísafirði.

Æfingaferlið hefur staðið yfir allt frá Degi íslenskrar tungu 16.nóvember síðastliðinn og nemendur verið duglegir og tekið miklum framförum í framsögn og að rækta talað mál.

DEILA