Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.

Mótið verður haldið í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 7. – 9. júní og er það opið öllum sem verða 50 ára á árinu og eldri. Einnig verða í boði greinar fyrir yngri þátttakendur. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum.

Mótið fer fram á tiltölulega litlu svæði sem er í hjarta bæjarins. Íþróttavöllur, golfvöllur, sundlaug og íþróttahús er allt í göngufæri.

Keppt verður í allskonar greinum – en svo eru allir velkomnir að koma og prófa og taka þátt.

Greinar mótsins eru: Biatholon – Boccía – Borðtennis – Bridds – Frisbígolf – Frjálsar íþróttir – Golf – Strandarhlaup – Hjólreiðar – Línudans – Petanque – Pílukast – Pútt – Pönnukökubakstur – Ringó – Skák – Stígvélakast – Sund.

DEILA