Katrín hefur kosningabaráttuna á Vestfjörðum

Katrín Jakobsdóttir, .

Á facebooksíðu sinni segir Katrín Jakobsdóttir frá því að í dag ætli hún að hefja kosningabaráttuna með ferð um Vestfirði. Fundur verður í kvöld á Kaffi Galdri kl. 20:00.

Daginn eftir verður boðið upp á súpu og fund í Söngsteini við Hveravík, á þriðjudaginn kl. 13:00.

Þaðan liggur leiðin til Patreksfjarðar þar sem fundað verður í félagsheimilinu kl. 20:00 þriðjudagskvöldið 16. apríl.

Á miðvikudag verður farið um á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal og í hádeginu verður fundur á Vegamótum á Bíldudal.

Fundur á Reykhólum klukkan 17:00 á miðvikudag í sal skólahússins.

Klukkan 20:00 á miðvikudagskvöldið verður fundur í Vínlandssetrinu Leifsbúð í Búðardal kl. 20:00.

DEILA