Ísafjörður – Fyrsta skemmtiferðaskipið kom á laugardag

Fyrsta skemmtiferðaskipið á árinu 2024 lagði að bryggju á Ísafirði á laugardaginn og næstu tvö skip eru væntanleg 21. apríl en síðan er hlé fram yfir miðjan maí þegar segja má að tímabilið hefjist af alvöru.

Tæplega 200 skipakomur eru bókaðar nú í sumar og ætla má að farþegar þeirra verði um 200 þúsund.

Stefna um móttöku skemmtiferðaskipa við hafnir Ísafjarðarbæjar 2024–27 tók nýlega gildi og er vinna við aðgerðaáætlun stefnunnar þegar hafin.

Hægt er að glöggva sig betur á bókuðum skipakomur til hafna Ísafjarðarbæjar á síðunni Skemmtiferðaskip 2024.

DEILA