Innviðaráðherra skipar nýja stjórn Byggðastofnunar

Fra ársfundi Byggðastofnunar í Bolungarvík.

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað nýja stjórn Byggðastofnunar til eins árs.

Skipan hennar var kynnt á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Bolungarvík í gær. Óli Halldórsson frá Húsavík verður nýr formaður stjórnar en Guðný Hildur Magnúsdóttir frá Bolungarvík nýr varaformaður.

Aðrir stjórnarmenn eru;

  • Halldóra Kristín Hauksdóttir, Akureyri.
  • Haraldur Benediktsson, Hvalfjarðarsveit.
  • Karl Björnsson, Reykjavík.
  • María Hjálmarsdóttir, Eskifirði.
  • Oddný Árnadóttir, Reykjavík.

Þau sem yfirgáfu stjórnina að þessu sinni eru Rúnar Þór Guðbrandsson og Jónína Björk Óskarsdóttir. 

DEILA