Hjúskapur og lögskilnaður 2023

Af þeim 4.870 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í þjóðskrá árið 2023 gengu 43% í hjúskap hjá Sýslumönnum, 33,9% hjá Þjóðkirkjunni, 12% hjá öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum og 11% erlendis.

Þegar horft er á samanburð milli landshluta má sjá að miðað við hverja 1000 íbúa gengu flestir íbúar Austurlands í hjúskap á árinu 2023, þar á eftir íbúar Norðurlands vestra.  

Alls gengu 1.749 einstaklingar sem skráðir eru í Þjóðskrá frá lögskilnaði á síðasta ári. Þar af gengu 1.625 frá lögskilnaði sínum hjá sýslumanni, 100 gengu frá lögskilnaði sínum erlendis og 18 fyrir dómi.

Þegar horft er á samanburð milli landshluta má sjá að miðað hverja 1000 íbúa voru flestir lögskilnaðir á Suðurnesjum árið 2023, þar á eftir Norðurland vestra og loks Höfuðborgarsvæðið.

DEILA