Bátasmíðanámskeið á vegum Baskavinafélagsins

Bátasmíðanámskeið verður haldið á vegum Baskavinafélagsins fyrstu viku í júní hjá Iðuni – fræðslusetri.
Námskeiðið mun standa í 3 daga, 3.-5. júní, og er ætlað fyrir trésmíðanema og áhugafólk um gamla báta.

Hafliði Aðalsteinsson og Einar Jóhann Lárusson eru nú að smíða „txalupa“, baskneskan léttabát og mun báturinn verða umfjöllunarefni námskeiðsins.
Xabier Agote forstjóri Albaola fornbátasafnsins sem er sérfræðingur í smíði baskneskra báta kemur og verður með erindi og leiðir vinnuna.

Báturinn verður ekki fullgerður og verður að loknu námskeiði þann 6. júní fluttur til Djúpavíkur þar sem hann verður til sýnis á Baskasetrinu.
Óskað er eftir umsóknum um þátttöku á námskeiðinu, en aðgangur verður takmarkaður. Námskeiðið verður án endurgjalds.

DEILA