Yfir 7 þúsund íbúðir í byggingu á landinu – 32 á Vestfjörðum

Alls eru 7.174 íbúðir í byggingu um allt land, samkvæmt mælaborði íbúða í byggingu á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Meirihluti íbúða í byggingu er á höfuðborgarsvæðinu eða 4284 íbúðir á Suðurlandi eru íbúðir í byggingu 1.320 og eru þær flestar í sveitarfélögunum Ölfusi og Árborg. Á Suðurnesjum eru svo 684 íbúðir í byggingu og eru þær flestar í Reykjanesbæ.

Mannvirkjaskrá nýtir m.a. gögn úr fasteignaskrá ásamt gögnum frá sveitarfélögum.

Íbúðir í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins, Suðurlands og Suðurnesja eru hins vegar 886, en þar af eru 223 á Akureyri.

Fæstar eru íbúðir í byggingu á Vestfjörðum, en þar eru þær einungis 32 talsins en ættu að vera um 130 ef horft er til þess mannfjölda sem þar býr.

DEILA