Prjónaljómi í Grunnavík í júní

Bergrós Kjartansdóttir prjónahönnuður, bókmenntafræðingur og gullsmiður og Ingibjörg G. Guðjónsdóttir þjóðfræðingur, leiðsögumaður og matgæðingur fara í sumar í átthaga sína í Jökulfjörðum.

Þær ætla að bjóða nokkrum frábærum prjónurum að koma og ljóma með sér.

Þar verður krafturinn úr íslenskri náttúru, ásamt anda formæðra og feðra virkjaður til að magna upp sköpunarkraftinn, sagnagleðina og innri ljómann sem í okkur býr.

Þegar sköpunarkrafturinn er virkjaður kviknar forvitni og almenn virkni, sem fær endorfínið til að flæða um líkamann og með taktfastri hreyfingu prjónsins viðhelst vellíðan og okkar innri ljómi fær byr undir báða vængi segir í kynningu á þessum einstæða viðburði.

Nánari upplýsingar má fá á facebook síðu

DEILA