Knattspyrna – Vestri fær sænskan markvörð

Vestri hefur samið við markvörðinn William Eskelinen sem hefur leikið tvo leiki fyrir yngri landslið Svía .

William er stór og reynslumikill markvörður og hefur hann meðal annars leikið í efstu deildum Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur.

Á síðasta tímabili var William aðalmarkvörður Örebro í Superettan í Svíþjóð.

Vestri hafði áður í vetur samið við danska markvörðinn Andreas Söndergaard en hann samdi svo við Hobro í Danmörku.

Marvin Darri Steinarsson hefur varið mark Vestra á undirbúningstímabilinu, líkt og hann gerði síðasta sumar þegar liðið vann sér sæti í Bestu deildinni í gegnum umspil Lengjudeildarinnar.

William er væntanlegur til landsins í vikunni og er spenntur að hefja undirbúning fyrir komandi tímabil.

 

DEILA