Þórir SK 16

Þórir SK 16 ex Þórir Dan NS 16. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1986

Þórir SK 16 sést á þessari mynd koma til hafnar á Sauðárkróki sumarið 1986.

Báturinn var smíðaður á Seyðisfirði árið 1973 fyrir Bjarg h/f þar í bæ. Hann var 12 brl. að stærð.

Seldur Gunnari Egilssyni í Bolungarvík árið 1974 og hélt hann nafninu en varð ÍS 166.

Útgerðarfélagið Dúfan á Sauðárkróki keypti bátinn árið 1979 og varð hann við það Þórir SK 16.

Hann var síðar í eigu Þóris s/f á Sauðárkróki en var seldur 1996 til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Leó VE 1 og síðar VE 400. Eigandi Steingrímur Sigurðsson.

Árið 2000 er hann kominn í eigu Þrídranga ehf. og fær nafnið Svanborg VE 52.

Það nafn bar báturinn þar til yfir lauk en Svanborg VE 52 sökk eftir að leki kom að henni 24. maí árið 2004, 3 sjm. austur af Bjarnarey. Mannbjörg varð.

Af vefsíðunni skipamyndir.com

DEILA