Sögulegar gönguferðir í Haukadal í sumar.

Í sumar býður Kómedíuleikhúsið upp á gönguferðir fyrir hópa um Haukadal í Dýrafirði.

Annars vegar er það Gísla Súrssonar ganga og hins vegar Fransí Biskví sögur af frönskum sjómönnum

Í um tvær aldir voru mennsku vorboðarnir í Haukadal hinir frönsku sjómenn. Komu þeir hingað árlega til að fiska þann gula og þeirra trausta akkeri var hér í Dýrafirði nánar tiltekið sjálf Haukadalsbótin. Hvar skipin gátu legið örugg einsog í kommóðuskúffu. Vitanlega urðu samskipti Haukdæla við þá frönsku all mikil og um leið hagstæð á báða bóga. Var einkum um að ræða skiptiverslun hvar heimamenn gáfu prjónlesið og þáðu í staðinn konjak sem hið fræga Fransí Biskví. Gengið verður um slóðir Fransmanna sem Haukdæla í þessari sögulegu göngu.

Þó margar sögurnar hafi orðið til í Haukadalnum okkar þá toppar ekkert Gísla sögu Súrssonar. Þessi vinsæla söguganga verður að vanda partur af sumardagskrá okkar í Haukadal. Enda fátt sem toppar það að ganga bókstaflega í spor sögunnar.

Sögugöngunar eru í boði fyrir hópa tímabilið júní – október.

DEILA