Sameina á Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar og Háskólann á Akureyri

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt stjórnvalda áform um að Stofnun Vilhjálms Stefánssonar verði hluti af Háskólanum á Akureyri.

Hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar starfa um 10 sérfræðingar í um 6 stöðugildum og er stofnunin með aðalskrifstofur í Borgum á Akureyri auk þess að vera með aðstöðu á Ísafirði og Flateyri.

Með samruna háskólans og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar gefst tækifæri til að skoða og endurmeta samstarfsmöguleika við aðra norðurslóðaaðila á Akureyri, einkum Norðurslóðanetið segir í tilkynningu ráðuneytisins.

DEILA