Orkuskiptamálþing á Ísafirði

Í síðustu viku fór fram á Ísafirði málþingið Af hverju orkuskipti – loftslags- og orkuskiptaáætlanir sveitarfélaga.

Góð mæting var og almenn ánægja með það sem þar fór fram meðal þátttakenda.

Flutt voru sex ólík erindi um loftslagsbreytingar og nauðsynleg viðbrögð við þeim.

Málþingið markaði upphafið að þeirri vinnu sem nú fer í hönd með sveitarfélögunum við gerð loftslags- og orkuskiptaáætlana. Hjörleifur Finnsson sem er verkefnastjóri umhverfis- og loftslagsmála hjá Vestfjarðastofu mun leiða þá vinnu.

Það sem knýr vinnuna áfram er annars vegar samþykkt Fjórðungssamband Vestfirðinga að hefja gerð loftslagsstefnu og hins vegar þátttaka í evrópuverkefninu RECET þar sem lokaafurðin á að vera orkuskiptaáætlun fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum.

Á vormánuðum verður haldið áfram með kynningar og samráð við almenning og hagsmunaaðila á opnum fundum um gerð Svæðisskipulag Vestfjarða og Sóknaraáætlun fjórðungsins.

DEILA