NÁLÆGÐ VIÐ NÁTTÚRU MIKILVÆG FYRIR VESTFIRÐINGA Í COVID-FARALDRI

Liðin eru rétt um fjögur ár síðan kórónuveiran skall á íslensku samfélagi af fullum þunga.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og fjölmargir kimar þessarar óværu verið rannsakaðir.

Ein þeirra sem lagt hefur lóð á vogarskálarnar í þeim efnum er Lára Jóhannsdóttir, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði, sem fór fyrir rannsókn á samfélagslegum áhrifum og lýðheilsuaðgerðum vegna COVID-19 á Vestfjörðum. Hún segir nánar frá rannsókninni og niðurstöðum hennar á vef HÍ.

DEILA