Mest traust borið til Landhelgisgæslunnar

Landhelgisgæslan nýtur mests trausts almennings samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup sem birtust í gær.

Ríflega níu af hverjum tíu bera mikið traust til Landhelgisgæslu Íslands. Þetta er fjórtánda árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana.

Niðurstöður í Þjóðarpúlsi Gallup.

DEILA