Lífshlaupið

Allir geta tekið þátt í Lífshlaupinu sem hefst 7 febrúar.

Alla miðlungserfiða eða erfiða hreyfingu sem stunduð er utan vinnutíma.
Til þess að fá einn dag skráðan þarf að hreyfa sig að lágmarki í 30 mínútur sem skipta má upp í nokkur skipti yfir daginn, t.d. 10 – 15 mínútur í senn.

Ekki er heimilt að skrá þá hreyfingu sem fellst í starfi einstaklinga. Til dæmis ef einstaklingur vinnur við það að bera út póst 8 klukkustundir á dag er honum ekki heimilt að skrá 8 klukkustundur í göngu fyrir þann dag.

Skrá á þann starfsmannafjölda sem launadeild viðkomandi vinnustaðar hefur á launaskrá þegar keppni hefst, óháð starfshlutfalli. Ef einhverjir starfsmenn eru í orlofi eða námsleyfi á þeim tíma sem Lífshlaupið fer fram má draga þann fjölda frá. 

Í anda almenningsíþrótta er leikurinn byggður upp með það að markmiði að framlag hvers og eins telur, ef starfsmaður skráir einn dag þá telur það. 

ÍSÍ og samstarfsaðilar standa fyrir skráningar- og myndaleik á meðan á keppninni stendur.
Með því að skrá þína hreyfingu undir vinnustaðinn, hreystihóp 67+ eða skólann, ert þú kominn í pott og gætir unnið glæsilega vinninga.

Fylgstu með, við drögum út alla virka daga í útvarpsþættinum Hjartagosar á Rás2. Nöfn vinningshafa verða einnig birt á heimasíðu Lífshlaupsins.

GRUNNSKÓLAKEPPNI – Skráningarleikur á Rás 2
Einn bekkur verður dreginn út á hverjum virkum degi í þættinum Hjartagosar á Rás 2 frá 7. febrúar til 20. febrúar. Um leið og bekkur hefur verið skráður í Lífshlaupið fer hann í pottinn. 

FRAMHALDSSKÓLAKEPPNI – Skráningarleikur á Rás 2
Frá 7. febrúar til 20. febrúar verður einn þátttakandi dreginn út á hverjum virkum degi í þættinum Hjartagosar á Rás 2 og getur hann unnið glæsilega vinninga. 

VINNUSTAÐAKEPPNI og HREYSTIHÓPAR 67+ – Skráningarleikur á Rás 2
Frá 7. febrúar til 27. febrúar verður einn þátttakandi dreginn út á hverjum virkum degi í þættinum Hjartagosar á Rás 2 og getur hann unnið glæsilega vinninga.

MYNDALEIKUR
Allir geta tekið þátt í myndaleiknum með því að senda okkur skemmtilegar myndir hér á heimasíðu hlaupsins.

DEILA