Ísafjarðarbær auglýsir styrk til menningarmála

Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála.

Menningarstyrkir ársins 2024 eru áætlaðir 3,0 m.kr. en styrkur til einstaks verkefnis getur almennt ekki verið hærri en 250.000 kr.

Styrkjum er úthlutað til einstakra viðburða, eða raða viðburða. Horft skal til þess að úthlutun styrkja sé til fjölbreyttra viðburða og menningarmála sem séu almennt aðgengilegir öllum bæjarbúum. Ekki eru veittir styrkir til rekstrar‐, stofnkostnaðar‐ eða endurbóta eigna eða fyrirtækja, né náms eða ferða. Að jafnaði eru ekki veittir styrkir til útgáfu efnis.

Við úthlutun styrks fá styrkhafar sent greinargerðarform í þjónustugátt. Að verkefni loknu skal greinargerð berast sveitarfélaginu, fyrir árslok á úthlutunarári, og greiðist styrkur þegar greinargerð hefur 

DEILA