Hvenær er hlaupár

Hlaupár er alltaf þegar 4 ganga upp í ártalinu, að undanskildum aldamótaárum þegar 4 ganga ekki upp í öldinni. Þannig eru árin 1700, 1800 og 1900 ekki hlaupár en árið 2000 er hlaupár. Árin 2100, 2200 og 2300 verða ekki hlaupár en árið 2400 verður það aftur á móti.

Með þessu móti verður meðalár 365,2425 sólarhringar að lengd. Það er mjög nálægt svokölluðu hvarfári sem ræður árstíðaskiptum en það er 365,2422 sólarhringar. Frávikið nemur innan við einum degi á hverjum 3000 árum.

Það tímatal sem við búum við nefnist gregoríanskt tímatal og megineinkenni þess er einmitt hlaupársreglan sem lýst var hér á undan en það var innleitt hér á Íslandi árið 1700.

DEILA