Hamfarir í Himalajafjöllum í Vísindaporti

Í Vísindaporti föstudaginn 1. mars mun Nishtha Tewari flytja erindi sem kallast „Heilsa í sjóndeildarhringnum: Hamfarir í Himalajafjöllum”.

Í háu fjalla þorpunum í Indversku Himalajafjöllunum er skortur á aðgengi að heilbrigðis innviðum og auðlindum sem leiðir til þess að daglega verða neyðartilvik þar sem ferðast þarf til borga eða milli þeirra. Í erindinu mun Nishtha fjalla um flutninga í dreifbýli og notkun opinberra innviða hjá tekjulágum heimilum sem leita sér heilbrigðisþjónustu. Erindið byggir á eins árs vettvangsvinnu sem fór fram í þorpum við landamæri Indlands og Tíbet og mun fara fram á ensku.

Nishtha Tewari er doktorsnemi við Háskólann í Melbourne í Ástralíu og stundar þvegfaglegar rannsóknir á heilsu kvenna í þorpum Himalajafjalla.

Nishtha Tewari er sem stendur í fræðadvöl í Grímshúsi en þeim sem koma til fræðadvalar í Grímshúsi stendur til boða vinnuaðstaða í Háskólasetrinu líka og er gert ráð fyrir að þau haldi fyrirlestur eða annað slíkt í Háskólasetrinu meðan á dvölinni stendur og auðgi þar með það þekkingarstarf sem fyrir er unnið í Háskólasetri Vestfjarða. Þá gefur slík dvöl tækifæri til frekari tengslamyndunar og mögulegra verkefna fyrir nemendur og kennara Háskólaseturs.

Erindið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða frá kl. 12.10 til 13.00

Erindinu er streymt í gegnum zoom hlekk og má finna slóðina hér:

https://eu01web.zoom.us/j/6994747
DEILA