Halla Signý átti fund með franska sendiherranum

Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður átti góðan fund með sendiherra Frakklands hér á landi, Guillaume Bazard , en hann óskaði eftir að hitta hana til að fjalla um og fræðast um málefni Vestfjarða.

Hann er á leið til Ísafjarðar í tilefni af frönsku kvikmyndahátiðinni sem fer fram þar um næstu helgi.

Hann var áhugasamur um málefni fjórðungsins og áttum við gott spjall saman sagði Halla Signý.

Hann hafði meðal annars komið í Djúpuvík og kynnt sér þar verkefnið um Baskasetrið í Djúpuvík sem mun fjalla um veru Baska hér á landi.

DEILA