Gul veðurviðvörun

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra.

Spáð er norðaustan og norðan 13-20 m/s og talsverð snjókoma eða skafrenningur, mest á Ströndum.

Svona verðurspá fylgir oft lítið skyggni og versnandi færð. Viðvörun tekur gildi á hádegi í dag en á svo að ganga niður þegar líður á kvöldið. 

 Þá er við hæfi að biðja vegfarendur nú sem endranær að fara varlega. 

DEILA