Atvinnuleysi var 3,4% á árinu 2023 – Meira hjá körlum en konum – Minna á landsbyggðinni

Árið 2023 voru að jafnaði um 226.900 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn.

Af þeim voru rúmlega 219.300 starfandi og um 7.600 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 80,5%, hlutfall starfandi af mannfjölda 77,8% og atvinnuleysi var 3,4%.

Atvinnulausum fækkaði um rúmlega 500 manns frá árinu 2022 og atvinnuleysið dróst saman um 0,4 prósentustig á milli ára.

Atvinnuleysi á meðal kvenna var 2,9% að jafnaði og á meðal karla var það 3,8%.

Árið 2023 var atvinnuleysi að jafnaði 4,6% í Reykjavík, 3,0% í nágrenni Reykjavíkur og 2,3% utan höfuðborgarsvæðisins.

DEILA