Áhugavert bókaspjall í Safnahúsinu

Safnahúsið á Ísafirði.

Laugardaginn 24. febrúar verður fyrsta Bókaspjallið á nýju ári.

Heiðrún Ólafsdóttir, kennari við MÍ, sem er fyrri bókaspjallarinn að þessu sinni segir frá ýmsum bókum sem henni hefur þótt áhugaverðar á sinni lestrarvegferð í tímans rás og vekja athygli á.

Seinni bókaspjallarinn er hins vegar Jóhanna Guðrún Kristjánsdóttir frá Flateyri. Hún mun segja okkur frá nýútkominni bók sinni, Nítjánhundruð fjörutíu og átta: minningabrot. Minningabrotin sem Jóhanna Guðrún skrifar um í bók sinni hverfast um þetta eina ár í lífi hennar, árið 1948, og það er árið þegar skólaganga hennar hefst í hinu almenna skólakerfi. Flateyri þess tíma kemur að sjálfsögðu við sögu og núna rúmum 75 árum síðar hefur nú margt breyst á þeim slóðum.

DEILA