Veiðigjald 2024

Í Stjórnartíðindum er auglýst veiðigjald fyrir árið 2024.  Gjaldið miðast hvert kíló óslægðs afla sem landað er á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2024. 

Tegundum sem bera veiðigjald hefur fækkað um þrjár frá í fyrra, úr 21 í 18.  Þær tegundir sem hafa dottið út eru grálúða, gulllax og rækja.

Veiðigjald á þorski hækkar um tæp 40% en veiðigjal á makrí og loðnu lækkar verulega.

Veiðigjald fyrir hvern hval er: i) langreyður 70.174 kr., ii) hrefna 11.228 kr.

Veiðigjald á sjávargróður er : 702 kr. á hvert landað tonn klóþangs, hrossaþara og stórþara (blautvigt).

Við álagningu veiðigjalds skal frítekjumark nema 40% af fyrstu 8,5 milljónum.6 millj. kr. álagningar hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila.  

Innheimtumenn ríkissjóðs innheimta veiðigjald og fer ríkisskattstjóri með samræmingar- og eftirlitshlutverk við innheimtu þess. Veiðigjald telst rekstrarkostnaður samkvæmt lögum um tekjuskatt.

DEILA