Tími þorrablóta að renna upp

Þorrinn hefst á föstudegi í 13. viku vetrar en fyrsti dagur þorra er venju samkvæmt kallaður bóndadagur og er hann 26. janúar í ár.

Þorrablót er fastur liður í skemmtanahaldi víða um land og er nú þegar farið að auglýsa þorrablót.

Kvenfélagið Hvöt heldur sitt árlega þorrablót venju samkvæmt 1. laugardag í febrúar og verður blótið haldið í Félagsheimilinu Hnífsdal, 3. febrúar 2024. Blótið er með hefðbundnu sniði, gestir koma með sín eigin trog full af kræsingum.

Þá verður þorrablót kvenfélagsins Sifjar á Patreksfirði haldið þann 27. janúar nk.
Dýrindis heimagerður þorramatur, skemmtiatriði að hætti kvenfélagskvenna þar sem góðlátlegt grín er gert að helstu atburðum ársins og svo verður dansað fram á rauða nótt!

Laugardaginn 10. febrúar verður hið margrómaða þorrablót Stútungur haldinn á Flateyri.

DEILA