Tálknfirðingur BA 325

Skuttogarinn Tálknfirðingur BA 325 er hér á toginu um árið en myndina tók Sigtryggur Georgsson skipverji á Kolbeinsey ÞH 10.

Tálknfirðingur BA 325 var smíðaður í Noregi árið 1979 og kom til heimahafnar á Tálknafirði 14 apríl það ár.

Í 6. tbl. Ægis 1979 sagði m.a :

14. apríl sl. kom skuttogarinn Tálknfirðingur BA 325 í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Tálknafjarðar. Tálknfirðingur BA er byggður hjá Storvik Mek. Verksted A/S í Kristiansund í Noregi, nýsmíði nr. 86 hjá stöðinni, og er áttundi skuttogarinn í eigu landsmanna, sem byggður er hjá umrœddri stöð.

Skuttogari þessi er af svonefndri R-155 A gerðfrd Storviks, sömu gerðar og Gullberg NS og Maí HF, en frábrugðinn fyrri skuttogurum af þessari gerð að því leyti til, að breiddin er 40 cm meiri, svo og breytt fyrirkomulag, einkum varðandi íbúðir og togþilfar.

Tálknfirðingur BA hefur mun hœrri mœlingu en fyrri systurskip, sem m.a. stafar afþví að hann er ekki byggður með mœlingabönd eins og þeir fyrri, enda voru þeir byggðir fyrir norska aðila, með 300 rúmlesta mörk sem kröfu.

Tálknfirðingur BA er í eigu Hraðfrystihúss Tálknafjarðar hf. Skipstjóri á Tálknfirðingi er Sölvi Pálsson og 1. vélstjóri Kristjdn Friðriksson. Framkvœmdastjóri útgerðarinnar er Pétur Þorsteinsson.

Tálknfirðingur, sem var 46,45 metra breiður og 9,40 metra breiður mældist 351 brl. að stærð. Búinn 1800 hestafla Wichmann aðalvél.

Hlutafélagið Melur keypti Tálknfirðing BA 325 í febrúar árið 1994 og nefndi Sindra VE 60. Félagið var að stærstum hluta í eigu Vinnslustöðvar Vestmannaeyja og Meitilsins í Þorlákshöfn.

Melur hf. seldi Sindra VE 60 ári síðar til Noregs.

Af vefsíðunni skipamyndir.com

DEILA