Samningar framlengdir

Elfar Logi Hannessonog Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í byrjun árs við undirritun samnings um styrk við Act Alone.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt endurnýjun á þriggja ára styrksamningi við einleikjahátíðina Act Alone. Hátíðin, sem haldin er á Suðureyri í ágúst ár hvert, fagnar 20 ára afmæli á þessu ári. 

Þá samþykkti bæjarstjórn einnig framlengingu samkomulags um afnot leiklistarmiðstöðvar Kómedíuleikhússins af húsnæði Ísafjarðarbæjar að Vallargötu 3 á Þingeyri, og að samkomulagið verði hluti af samstarfssamningi við Kómedíuleikhúsið, sem gildir út árið 2025.

Samningarnir voru undirritaðir af Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, og Elfari Loga Hannessyni, forsvarsmanni Act Alone og Kómedíuleikhússins, á Þingeyri miðvikudaginn 24. janúar.

DEILA