Rímspillisár – Þorri hefst 26 janúar

Þorri hefst ætíð á sama vikudegi, föstudegi í 13. viku vetrarmisseri Íslenska misseristals. Er hann fjórði mánuður þess og hans fyrsti dagur sem nefndur er Bóndadagur því Miður vetur þar sem í hvoru misseri eru 6 mánuðir.

Samkvæmt núverandi tímatali, þess Gregoríska eða Nýja stíl, hefst hann á bilinu 19. til 25. janúar. 

Undantekningin frá þessu er á Rímspillisárum en þá getur hann hafist 26. janúar.  í Gamla stíl, hins Júlíanska tímatals sem notað var fyrir tímatals breytinguna árið 1700 þegar 10 dagar voru feldir niður það árið og áttu sér því ekki stað ef svo má segja, hófst Þorri á bilinu 9. til 15. janúar.

Sá síðasti kallast aftur á móti Þorraþræll og til heimildir þótt fáar sé þess efnis að hann hafi verið tileinkaður meðal annars piparsveinum og þeim mönnum sem getið höfðu börn utan hjónabands.

DEILA