Páll Helgi ÍS 142

Páll Helgi ÍS 142 ex Rósa HU 294. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Þegar myndin er tekin er skipið í hringferð um landið með þýska listmálarann Peter Lange

Páll Helgi er smíðaður hjá Básum hf. í Hafnarfirði árið 1977 og hét upphaflega Rósa HU 294.

Í 1. tbl. Ægis 1978 sagði m.a svo frá:

19. nóvember s.l. afhenti Básar h. f. í Hafnarfirði 29 rúmlesta eikarfiskiskip, sem hlaut nafnið Rósa HU-294 og er smíði nr. 5 hjá stöðinni.

Rósa HU-294 er lítið eitt stærri en næsta nýsmíði stöðvðarinnar á undan, sem var Aldan RE-327, en svipað að byggingarlagi.

Eigendur skipsins eru Friðrik Friðriksson, sem jafnfram er skipstjóri, og Sigurður B. Karlsson, Hvammstanga.

Rósa HU 294 var seld til Bolungarvíkur í lok árs 1978 og fékk nafnið Páll Helgi ÍS 142. Eigendur Guðmundur Rósmundsson og Benedikt, Páll og Hólmsteinn Guðmundssynir. Frá árinu 2000 er skráður eigandi Páll Helgi ehf. í Bolungarvík.

Af vefsíðunni skipamyndir.com

DEILA