Leynir ÍS 16

Leynir ÍS 16 ex Leynir SH 120. Ljósmynd Magnús Jónsson 2024.

Leynir ÍS 16 við bryggju í Reykjavík 6. janúar s.l. en hann er gerður út af Tjaldtanga ehf. og er með heimahöfn á Flateyri við Önundafjörð.

Leynir hét upphaflega Reykjaborg RE 25 og var smíðaður í Skipasmíðastöðinni á Ísafirði árið 1998.

Reykjaborgin var lengd um fjóra metra í Ósey í Hafnarfirði árið 2001 en báturinn var síðan seldur til Keflavíkur árið 2005.

Þar fékk hann nafnið Geir KE 6 og var í eigu Útgerðarfélgsins Óskar ehf. sem einnig gerði út Ósk KE 5. Árið 2008 fær báturinn nafnið Arnþór GK 20 eigandi hans var Nesfiskur hf. í Garði.

Águstson hf. í Stykkishólmi keypti bátinn árið 2017 og nefndi hann Leyni SH 120.

Það var svo um mitt síðasta ár að Leynir varð ÍS 16 en báturinn er 21,88 metrar að lengd og mælist 72 brl./107 BT að stærð. Hann er búinn 470 hestafla Cummins frá árinu 1998.

Af vefsíðunni skipamyndir.com

DEILA