Guðbjörg ÍS 14

Guðbjörg ÍS 14. Ljósmynd Hannes Baldvinsson Siglufirði.

Guðbjörg ÍS 14 var smíðuð árið 1956 í Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði.

Hún var smíðuð fyrir Hrönn hf. á Ísafirði og var fyrsta Guggan af sex sem fyrirtækið gerði út. Guðbjörgin var 47 brl. að stærð, búin 220 hestafla GM aðalvél.

Hrönn hf. fékk nýja og stærri Guðbjörgu ÍS 14 árið 1959 og þá varð þessi ÍS 46 þar til hún var seld árið 1963.

Kaupandinn var Karl Karlsson í Þorlákshöfn. Útgerð bátsins, sem fékk nafnið Hrönn ÁR 21, varð þó ekki löng. Bátinn rak á land í Þorlákshöfn 26. janúar 1964 og eyðilagðist.

Af vefsíðunni skipamyndir.com

DEILA