Gott að eldast

Upplýsingar um hvað eina sem tengist þjónustu fyrir eldra fólk, réttindum þess og heilsueflingu má nú í fyrsta sinn nálgast á einum stað á vefnum island.is

Hingað til hafa upplýsingarnar verið dreifðar hér og þar og gjarnan flókið fyrir eldra fólk og aðstandendur þess að nálgast þær.

Ætlunin er að island.is verði til framtíðar sá vettvangur sem fyrstur kemur í hugann hjá einstaklingum sem leita sér upplýsinga um ýmsa þjónustu.

Vinnan við upplýsingagáttina á island.is er hluti af aðgerðaáætluninni Gott að eldast sem er samstarfsverkefni félags- og vinnumálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins.

Ein stærsta breytingin á samsetningu samfélagsins næstu árin er fólgin í því að þjóðin er að eldast. Í því felst ekki einungis áskorun heldur einnig tækifæri.

Finna má upplýsingar um eftirfarandi atriði

  • Heilsuefling
  • Eftirlaun og lífeyrir eldra fólks
  • Sérkjör og afslættir fyrir eldra fólk
  • Íbúðir fyrir eldra fólk
  • Félags- og þjónustumiðstöðvar
  • Að búa heima með stuðningi
  • Dagdvalir og dagþjálfun
  • Heilbrigðisþjónusta
  • Breytingar á heilsufari eldra fólks
  • Stuðningur við aðstandendur
  • Við lífslok
  • Góð ráð fyrir eldra fólk

Í ítarlegri umfjöllun í hverjum flokki er lesandanum síðan beint í réttar áttir.

DEILA