Fundur á Flateyri um snjóflóðahættu

Myndina tók Jóhannes Jónsson

Á mánudag var haldinn fundur á Flateyri um snjóflóð.

Þar voru mættir fulltrúar flestra viðbragðsaðila sem koma með einum eða öðrum hætti að því að tryggja öryggi íbúa á Flateyri ef til snjóflóðahættu kemur.

Auk lögreglunnar voru fulltrúar frá slökkviliði, björgunarsveit, Rauðakrossinum, áhöfn björgunarskipsins á Flateyri, Vegagerðinni, verkefnisstjóranum á Flateyri og fleirum.

Á fundinum fór Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn og þátttakandi í Aðgerðastjórn Almannavarna á Vestfjörðum, yfir viðbrögð og aðgerðaáætlun ef snjóflóðahætta skapast ofan Flateyrarvegar og byggðarinnar.

DEILA