EINAR MARGEIR KJÖRINN ÍÞRÓTTAMAÐUR AKRANESS ÁRIÐ 2023

Einar Margeir Ágústsson 18 ára sundmaður úr röðum ÍA var kjörinn Íþróttamaður Akraness árið 2023 við hátíðlega athöfn á Garðavöllum.

Einar Margeir er Íslandsmeistari í 100m fjórsundi, unglingameistari í 50m, 100m, 200m bringusundi og 100m fjórsundi. Einar setti einnig unglingamet í sömu greinum.

Hann á 9 Akranesmet í fullorðinsflokki og 13 í unglingaflokki. Hann á jafnframt 3 hraðasta tímann frá upphafi í 200m bringusundi og 50 m bringusundi. Hann er í A-Landsliði Íslands og hefur tekið þátt í fjölda alþjóðlegra móta fyrir hönd Íslands. Sundfélag Akraness er stolt af því að hafa Einar innan sinna vébanda.

Einar Margeir æfði og keppti áður með Ungmennafélagi Bolungarvík eða allt þar til að hann flutti á Akranes.

Uppfært kl 23:18: leiðréttur var aldur Einars, en hann er 18 ára en ekki 22 ára.

DEILA