Á Hlíðargötu á Þingeyri eru 23 lausar lóðir

Á Þingeyri eru nú lausar til úthlutunar 23 lóðir við Hlíðargötu.

Í samræmi við reglur Ísafjarðarbæjar er 10 daga umsóknarfrestur um lóðirnar og berist fleiri en ein umsókn um sömu lóð ræður hlutkesti úthlutun.

Berist engar umsóknir um tiltekna lóð færast þær á lóðarlista Ísafjarðarbæjar og verður þá úthlutað til fyrsta umsækjanda sem eftir leitar, líkt og kveður á um í lóðarúthlutunarreglum.

Byggingarfrestur á lóð eða byggingarsvæði er 12 mánuðir frá úthlutun og skal þá miðað við þá dagsetningu þegar lóðaúthlutun er staðfest af bæjarstjórn. Byggingarfrestur er sá tími sem lóðarhafi hefur til að fá byggingarleyfi skv. byggingarreglugerð ásamt því́ að hefja framkvæmdir á lóðinni.

Hafi byggingarleyfi ekki verið veitt eða framkvæmdir ekki hafist á lóðinni að byggingarfresti liðnum er bæjarstjórn heimilt að undangenginni viðvörun að afturkalla byggingarleyfið og skal kveðið á um svo í úthlutunar- og byggingarskilmálum. Framkvæmdir teljast hafnar hafi sökklar undir byggingu verið steyptir eða eftir atvikum búið að ganga endanlega frá undirstöðum byggingarinnar.

DEILA